Sunnudagurinn 21. september:

Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 14, Þorvaldur Halldórsson leiðir létta tónlist. Kynningarfundur fyrir börn í Ingunnarskóla og foreldra þeirra eftir messu.

Sunnudagurinn 21. september, 18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 14, Þorvaldur Halldórsson leiðir létta tónlist. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir. Ritningarlestra dagsins má lesa hér.

Kynningarfundur fyrir fermingarbörn næsta vors í Ingunnarskóla og foreldra þeirra eftir messu.

Fyrir þá sem eru að koma í messu í fyrsta sinn:

Þórðarsveigur 3 er hvít blokk með gráum og rauðum svölum á horni Jónsgeisla, Gvendargeisla og Þórðarsveigs. Þrír inngangar eru á blokkinni og gengið er inn um miðjuinnganginn. Gegnt innganginum er salurinn sem messað er í.