Vakin er athygli á, að sunnudaginn 25. maí kl. 20 heldur KFUM og KFUK á Íslandi hátíðarsamkomu til að minnast 140 ára frá fæðingu stofnanda samtakanna, séra Friðriks Friðrikssonar.

Vakin er athygli á, að sunnudaginn 25. maí kl. 20 heldur KFUM og KFUK á Íslandi hátíðarsamkomu til að minnast 140 ára frá fæðingu stofnanda samtakanna, séra Friðriks Friðrikssonar.

Þar mun biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, flytja hugvekju og Kristín Möller, heiðursfélagi KFUM og KFUK hefur upphafsorð. Þórarinn Björnsson mun vera með sögulegt innlegg og Rannveig Káradóttir syngur einsöng. Stjórnun samkomunnar er í höndum formannsins, Tómasar Torfasonar, og undirleik annast Bjarni Gunnarsson. Á samkomunni verða heiðraðir tveir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi fyrir störf sín í þágu félagsins, en það eru þau Sverrir Axelsson og Vilborg Jóhannesdóttir. Eftir samkomuna verður boðið upp á kaffi og veitingar. Þá verður einnig hægt að skoða minningarherbergi sr. Friðriks á Holtaveginum sem hefur meðal annars að geyma orgelið hans, persónulega muni og bókasafn.

Hátíðin hefst þó kl. 10 að morgni sunnudagsins, þegar blómsveigur verður lagður við styttu séra Friðriks í Lækjargötu. Að því loknu verður gengið til messu í Hallgrímskirkju kl. 11, þar sem leiðtogans verður einnig minnst.

Nánari dagskrá minningarhátíðarinnar um séra Friðrik Friðriksson má finna með því að smella hér.