Útvarpsmessa var í Grafarholti á uppstigningardag, 1. maí. Skoða má myndir úr messunni hér á vefnum og hlusta á upptöku frá henni á vef Ríkisútvarpsins.

Útvarpsmessa var í Grafarholti á uppstigningardag, 1. maí. Skoða má myndir úr messunni hér á vefnum og hlusta á upptöku frá henni á vef Ríkisútvarpsins.

Séra Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur, prédikaði og þjónaði fyrir altari í guðsþjónustunni í Þórðarsveigi 3 á uppstigningardag, 1. maí, sem jafnframt er kirkjudagur aldraðra. Barnakór kirkjunnar söng undurfagran upphafssöng ásamt stjórnanda sínum, Berglindi Björgúlfsdóttur. Tókst stúlkunum í kórnum vel til eins og ávallt og ljóst að gott starf er unnið í barnakórnum.

Kór kirkjunnar leiddi svo sálmasönginn undir stjórn Hrannar Helgadóttur, organista. Sigurjón Ari Sigurjónsson var meðhjálpari. Lítil stúlka, Iðunn að nafni, var skírð í messunni.

Smári Jónsson, faðir einnar stúlkunnar í kórnum, tók nokkrar myndir í messunni og má skoða þær á Flickr-myndavef kirkjunnar með því að smella hér.

Upptaka frá messunni er aðgengileg á vef Ríkisútvarpsins í tvær vikur og má nálgast hana með því að smella hér.