Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl nk., verður vorhátíð Grafarholtssafnaðar að vanda haldin hátíðleg. Skrúðganga fer frá Þórðarsveigi 3 kl. 13:30.

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl nk., verður vorhátíð Grafarholtssafnaðar að vanda haldin hátíðleg. Sóknarnefnd Grafarholtssóknar hefur frá upphafi staðið fyrir hátíðahöldum í sumarbyrjun en Íþrótta- og tómstundaráð og íþróttafélagið Fram hafa síðar slegist í hópinn og gert vorhátíðina í Grafarholti enn glæsilegri. Er hátíðin nú semsagt samstarfsverkefni kirkjunnar í Grafarholti, ÍTR og Fram.

Að þessu sinni fer skrúðganga frá Þórðarsveigi 3 kl. 13:30. Skrúðgöngustjóri er Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir. Helgistund verður svo í sal Ingunnarskóla kl. 14, séra Sigríður og Þorgeir leiða stundina. Við skólann verður mikið um dýrðir, leiktæki og fleira. Nánari dagskrá má sjá með því að smella hér.

Verið öll hjartanlega velkomin að fagna sumarkomu í Grafarholti á fimmtudaginn!