Við vekjum athygli á átakinu “1, 2 og Grafarholt”! Hafa á samráð við íbúa í hverfinu okkar um mótun og forgangsröðun framkvæmda á útisvæðum í eigu borgarinnar.

“1, 2 og Grafarholt” er átak/samráð við íbúa um mótun og forgangsröðun framkvæmda á útisvæðurm í eigu borgarinnar. Koma má með t.d. ábendingar um bekki, göngustíga, lýsingu, hraðahindranir, sparkvelli o.s.frv.

Á heimasíðunni “1, 2 og Reykjavík” er hægt að koma á framfæri eigin ábendingum með skýringum og fylgjast með stöðu – eigin ábendinga og annarra. Hægt er að færa ábendingar inn á hverfiskort, skoða yfirlit yfir ábendingar og styðja ábendingar annarra. Íbúum er frjálst að færa ábendingar um öll hverfi borgarinnar inn á síðuna.

Upplýsingar má fá á vefnum og hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts.