Laugardaginn 5. apríl fer barnastarf Grafarholtssóknar í vorferðalag, dagsferð í sumarbúðir KFUK í Vindáshlíð í Kjós. Þetta verða jafnframt æfingabúðir Barnakórs kirkjunnar.

Laugardaginn 5. apríl fer barnastarf Grafarholtssóknar í vorferðalag, dagsferð í sumarbúðir KFUK í Vindáshlíð í Kjós. Þetta verða jafnframt æfingabúðir Barnakórs kirkjunnar. Með í för verða einnig þátttakendur í sunnudagaskólanum og sex ára starfinu (“Litlum lærisveinum”).

Lagt verður af stað kl. 9 að morgni laugardagsins frá Ingunnarskóla og komið aftur á sama stað kl. 17. Í < ?xml:namespace prefix = v ns = "urn:schemas-microsoft-com:vml" />< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />< ?xml:namespace prefix = w ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:word" />´Vindáshlíð verður svo hægt að leika sér úti í leiktækjum eða skógi, leika inni í íþróttahúsi, föndra inni, syngja og hafa gaman. Boðið verður upp á morgunhressingu við komuna á staðinn, hádegismat kl. 12 (grillaðar pylsur og tilheyrandi) og í lokin kaffitíma kl. 15:30. Við eigum svo öll saman stutta helgistund í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð kl. 15 þar sem Barnakórinn syngur m.a. fyrir okkur.

Sóknarnefndin ætlar að bjóða okkur upp á rútuferð, staðarleigu, mat og drykk. Ferðin er því að öllu leyti ókeypis fyrir alla en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir fimmtudaginn 3. apríl.

Foreldrar, afar og ömmur og eldri systkini eru hvött til að koma með börnum sínum og eiga saman fjölskyldudag í Vindáshlíð. Börnin mega þó auðvitað koma án forráðamanna og mun þá starfsfólk kirkjunnar bera ábyrgð á þeim.

Vinsamlegast skráið þátttöku hjá:

Þorgeiri æskulýðsfulltrúa: sími 847-9289, thorgeir@grafarholt.is, eða

Berglindi barnakórstjóra: sími 660-7661, barnakor@grafarholt.is

fyrir 3. apríl nk.

Nánar má lesa um ferðalagið með því að smella hér (Word-skjal opnast).