Prófastsdæmi okkar Grafarholtsbúa, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, er nú komið á Netið. Prófastur ræsti vefinn kirkjan.is/eystra sl. miðvikudag, 12. mars.

Prófastsdæmi okkar Grafarholtsbúa, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, er nú komið á Netið. Prófastur ræsti vefinn kirkjan.is/eystra sl. miðvikudag, 12. mars.

Allar sóknir Þjóðkirkjunnar tilheyra prófastsdæmi sem lýtur stjórn eins af prestum þess, prófastsins, en prófastsdæmin eru alls 15 á Íslandi. Söfnuðirnir í Breiðholti, Grafarvogi, Árbæ, Grafarholti og Kópavogi tilheyra Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, en prófastur okkar er sr. Gísli Jónasson, sóknarprestur í Breiðholtskirkju.

Nýja vefnum er ætlað að vera söfnuðum prófastsdæmisins og almenningi fróðleikur og hjálp í leit að andlegu efni sem og fréttum og viðburðum af starfinu í kirkjum prófastsdæmisins. Sr. Gísli Jónasson prófastur og sr. Bryndís Malla Elídóttir héraðsprestur eru ritstjórar vefsins og Guðmundur Jónsson sér um tæknilegu hliðina.

Sjá nánar á vef prófastsdæmisins: www.kirkjan.is/eystra.