Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti og lektor í guðfræði, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu Háskóla Íslands í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 21. febrúar.

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti og lektor í guðfræði, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu Háskóla Íslands í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 21. febrúar.

Fyrirlesturinn byggir á doktorsritgerð Sigríðar, sem fjallar um undirlíf og undirdjúp í verkum guðfræðingsins Pauls Tillichs. Sigríður sækir í rannsóknum sínum á Tillich m.a. í smiðju femínískrar heimspeki.

Fyrirlesturinn fer fram í Háskólabíói, sal 3, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 12:30-14:30 og er hann öllum opinn. Sjá nánar hér.