Næsta sunnudag, 10. febrúar kl. 11, verður sameiginleg hátíð sunnudagaskólans í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra haldin í Grafarvogskirkju. Engin messa í Grafarholti þennan sunnudag.

Næsta sunnudag, 10. febrúar kl. 11, verður sameiginleg hátíð sunnudagaskólans í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra haldin í Grafarvogskirkju. Engin messa í Grafarholti þennan sunnudag.

Barnastarfshátíð prófastsdæmisins er árlegur viðburður, þar sem sunnudagaskólar kirknanna í Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Kópavogi sameinast um einn risa-sunnudagaskóla með miklu lífi, söng, fræðslu og skemmtun. Allir eru hjartanlega velkomnir. Stígur og Snæfríður úr Stundinni okkar koma í heimsókn.

Í Grafarholtssókn verður enginn sunnudagaskóli eða messa þennan sunnudag, og kemur hátíðin í stað fjölskyldumessu febrúarmánaðar. Fjölskyldur í Grafarholti eru hvattar til að mæta í Grafarvogskirkju á sunnudaginn og taka þátt í þessum árlega viðburði prófastsdæmisins. Engin rúta verður úr Grafarholti á hátíðina að þessu sinni, en ef einhvern vantar bílfar má hafa samband við sóknarprestinn eða æskulýðsfulltrúann.