Líða tekur að aðalsafnaðarfundi sóknarinnar, sem áætlað er að halda í lok febrúar þegar búið verður að < ?xml:namespace prefix = st1 ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:smarttags" />gera upp árið 2007. Sóknarfólk er minnt á þetta tækifæri til að láta að sér kveða í kirkjustarfinu.

Líða tekur að aðalsafnaðarfundi sóknarinnar, sem áætlað er að halda í lok febrúar þegar búið verður að < ?xml:namespace prefix = st1 ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:smarttags" />gera upp árið. Sóknarfólk er minnt á þetta tækifæri til að láta að sér kveða í kirkjustarfinu.

Bókari sóknarinnar og gjaldkeri er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir sem heldur utan um reikninga og fjármál af mikilli prýði. Á aðalsafnaðarfundi gefst safnaðarfólki tækifæri um að kynnast öllu því starfi sem unnið er á vegum safnaðarins, spyrja spurninga og fara yfir reikninga safnaðarins. Auk þess gefst fólki kostur á að bjóða sig fram til starfa fyrir söfnuðinn.

Þjóðkirkjufólk í Grafarholti er hvatt til að fylgjast vel með auglýsingum um aðalsafnaðarfund í seinni hluta febrúar, að öllum líkindum hinn seinasta áður en kirkja verður vígð í sókninni.