Næsta sunnudag, 27. janúar, sem er Biblíudagurinn, messar séra Sigurjón Árni Eyjólfsson í Þórðarsveigi 3 kl. 11 og sunnudagaskólinn er á sínum stað á sama tíma.

Næsta sunnudag, 27. janúar, sem er Biblíudagurinn og 2. sunnudagur í níuviknaföstu, messar séra Sigurjón Árni Eyjólfsson í Þórðarsveigi 3 kl. 11 og sunnudagaskólinn er á sínum stað á sama tíma.

Helgihaldið er því með þessum hætti á sunnudaginn:

Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Anna Elísa Gunnarsdóttir, sem leikur einnig á flygilinn, og Þorgeir Arason. Sögur, söngur og brúður. Ný biblíumynd og nýr límmiði í Kirkjubókina. Allir velkomnir, stórir sem smáir.

Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 11. Séra Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, predikar og þjónar fyrir altari. Hrönn Helgadóttir organisti og Kirkjukór Grafarholtssóknar leiða tónlistina. Meðhjálpari er Aðalsteinn D. Októsson og kirkjuvörður er Sigurður Óskarsson. Kirkjukaffi eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.