Næsta sunnudag, 16. desember, sem er þriðji sunnudagur í aðventu, verður:

Jólaball sunnudagaskólans kl. 11 í Ingunnarskóla.

Messa með léttri tónlist kl. 17 í Þórðarsveigi 3 (ath. messutímann).

Næsta sunnudag, 16. desember, sem er þriðji sunnudagur í aðventu, verður:

Jólaball sunnudagaskólans kl. 11 í Ingunnarskóla. Við byrjum á stuttri helgistund þar sem við kveikjum á þriðja kertinu á aðventukransinum og heyrum framhald sögunnar um fæðingu Jesú. Svo færum við okkur að jólatrénu, dönsum í kringum það – og hver veit nema við fáum rauðklæddan gest í heimsókn! Ekki gleymist límmiðinn og litamyndin frekar en vanalega! Umsjón með samverunni hafa: Anna Elísa Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir og séra Sigríður Guðmarsdóttir.

Messa með léttri tónlist kl. 17 í Þórðarsveigi 3. Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður leiðir okkur í léttri sveiflu í aðventusálmunum eins og honum einum er lagið. Séra Sigríður Guðmarsdóttir messar, Aðalsteinn D. Októsson þjónar með henni og kirkjuvörsluna annast Sigurður Óskarsson. Athugið breyttan messutíma í þetta sinn þar sem Þorvaldur er að spila í Kolaportsmessu á venjulega tvö-tímanum. Kirkjukaffi eftir messu.

Upplýsingar um allar messur í desember má sjá með því að smella hér.

Verið öll hjartanlega velkomin til kirkju!