Næsta sunnudag, 9. desember, annan sunnudag í aðventu, verður messa í Þórðarsveigi 3 kl. 11 og sunnudagaskóli á sama tíma í Ingunnarskóla.

Næsta sunnudag, 9. desember, annan sunnudag í aðventu, verður helgihaldið í Grafarholtssókn sem hér segir:

Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 11. Guðspjall dagsins er Lúkas 21.25-33, sem fjallar um endurkomu Drottins. Séra Sigríður Guðmarsdóttir messar, organisti er Hrönn Helgadóttir og Kirkjukórinn leiðir sönginn. Meðhjálpari er Aðalsteinn D. Októsson og kirkjuvörður er Sigurður Óskarsson. Kirkjukaffi eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskóli í sal Ingunnarskóla kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Anna Elísa Gunnarsdóttir við flygilinn, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir og Þorgeir Arason. Börn í sókninni sem hafa verið skírð á seinustu árum eru sérstaklega boðin velkomin til stundarinnar. Við heyrum söguna um skírn Jesú og spjöllum um skírnina í bland við aðventuna og jólin. Svo kveikjum við á Betlehemskertinu á aðventukransinum, brúðurnar koma í heimsókn og við syngjum saman. Allir fá mynd til að lita heima og límmiða í Kirkjubókina sína.

Komum öll til kirkju og eigum uppbyggilega stund á aðventunni! Yfirlit yfir helgihaldið í sókninni um aðventu, jól og áramót má finna með því að smella hér.