Sóknarpresturinn í Grafarholti fer nú reglulega erlendis til að sinna kennslu og fyrirlestrahaldi á vettvangi guðfræðinnar, m.a. um næstu helgi.

Sóknarpresturinn í Grafarholti, séra Sigríður Guðmarsdóttir, fer nú reglulega erlendis til að sinna kennslu og fyrirlestrahaldi á vettvangi guðfræðinnar, m.a. um næstu helgi. Hún heldur erindi út frá efni doktorsritgerðar sinnar á aðalfundi North American Paul Tillich Society, sem haldinn verður í tengslum við stærstu trúarbragðaráðstefnu heims, American Academy of Religion í San Diego í Kaliforníu 16.-20. nóvember.

Undanfarna mánuði hefur séra Sigríður gert víðreist á sínum vikulega frídegi, því að henni bauðst að kenna námskeið við Winchester University í Suður-Bretlandi í vetur. Látið ykkur því ekki bregða þótt klerkur sé í útlöndum á miðvikudögum, hún svarar síma og tölvubréfum. Skipulagðir viðtalstímar hafa raskast nokkuð af þessum sökum, og því er gott að hringja á undan sér í 895 2319 eða skrifa tölvupóst á sigridur (hjá) grafarholt.is. Afleysingamenn séra Sigríðar í neyðartilvikum eru prestar Grafarvogskirkju.