Næsta sunnudag, 11. nóvember, sem er kristniboðsdagurinn, verður fjölskyldumessa í Ingunnarskóla kl. 11. Þar verður m.a. skírn og söngur barnakórs.

Næsta sunnudag, 11. nóvember, sem er kristniboðsdagurinn, verður fjölskyldumessa í Ingunnarskóla kl. 11. Þar verður m.a. skírn og söngur barnakórs.

Fjölskyldumessurnar í Grafarholtssókn eru að jafnaði annan sunnudag hvers mánaðar yfir vetrarmánuðina í Ingunnarskóla. Þar sameinast messan og sunnudagaskólinn í stóra fjölskylduhátíð, sem hver hefur sitt þema. Næsti sunnudagur er einmitt kristniboðsdagurinn, sá dagur kirkjuársins, sem söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru minntir á kristniboð og hjálparstarf íslenskra sendiboða í fjarlægum heimsálfum. Því verður Afríkuþema í messunni og m.a. sjáum við myndir frá kristniboðsstarfinu í Afríku og syngjum söngva frá álfunni. Lítið barn verður einnig borið til skírnar í messunni, og Barnakór Grafarholtssóknar syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, sem einnig leikur á flygilinn á sunnudaginn.

Prestur í messunni er sr. Sigríður Guðmarsdóttir, Þorgeir Arason æskulýðsfulltrúi segir frá Afríku, meðhjálparar eru Aðalsteinn Dalmann Októsson og Sigurður Óskarsson, og Auður Angantýsdóttir sér um að stórir og smáir fái hressingu í litastundinni eftir messu. Allir eru hjartanlega velkomnir og öll börn fá litamynd og límmiða í Kirkjubókina.