„Ég hvet alla að eiga Biblíuna og nota hana. Tala þar af reynslu sem hver annar venjulegur maður sem þarf í daglegu lífi að leita stuðnings í orði Guðs,“ segir Níels Árni Lund, sóknarnefndarformaður Grafarholtssóknar, í nóvemberpistli sínum í safnaðarblaðinu.

„Ég hvet alla að eiga Biblíuna og nota hana. Tala þar af reynslu sem hver annar venjulegur maður sem þarf í daglegu lífi að leita stuðnings í orði Guðs,“ segir Níels Árni Lund, sóknarnefndarformaður Grafarholtssóknar, í nóvemberpistli sínum í safnaðarblaðinu. Pistillinn fer hér á eftir:

Orð þitt, Drottinn veg oss vísi< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

villumstigum heimsins á,

oss þitt blessað ljósið lýsi

ljóss til byggða jörðu frá.

Á þig einan vonum vér

veit oss náð að treysta þér,

þig að elska og þér að hlýða,

þínum undir merkjum stríða.

Páll Jónsson

Biblían er komin út í nýrri þýðingu. Hvorki hef ég þekkingu né neinar aðrar forsendur til að dæma um hvernig til hefur tekist. Hitt veit ég hvað Biblían hefur haft mikla þýðingu fyrir mig. Fyrir mörgum árum er ég fór að heiman og leigði mér herbergi hjá óskyldum, fannst mér mig vanta einhvern fastan punkt í lífið. Ég var líka að takast á við strembið verkefni og þurfti því geta leitað eftir stuðningi einhvers. Og fyrir valinu varð Biblían. Keypti mér eintak og hafði undir kodda mínum og las úr henni einn kafla á kvöldi, -og síðar stundum upphátt fyrir herbergisfélaga < ?xml:namespace prefix = st1 ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:smarttags" />minn á skólaheimavistinni, sem kunni þessu vel. Nú er fjarri því að ég sé einhver bókstafstrúarmaður og því síður að ég sé ekki syndugur á við það sem gerist og gengur meðal manna, en mér líkaði þessi lesning og hennar boðskapur og hver veit nema eitthvað hafi síast inn í mig af kenningum og boðskap Biblíunnar og þá einkum boðskapur Krists. Alla vega varð mér þessi bók afar kær og það sá á henni eftir notkunina. Þegar umræddu verkefni lauk og ég fór að búa, lagðist þessi fasta kvöldlesning af en stöku sinnum greip ég bókina mína og leitaði stuðnings. Þegar svo ungur bróðir minn sem er mér mjög náinn í öllu flutti til útlanda í nám, hvar hann settist síðan að, vildi ég sannarlega gefa honum eitthvað sem hann gæti haft til halds og trausts – einn fjarri öllum sínum. Þá datt mér Biblían mín í hug. Sannarlega hugsaði ég með mér hvort ég tímdi að gefa honum þann grip sem mér var svo kær og ég hafði svo oft handleikið, en hugsaði líka að ef þú gefur, áttu að reyna að gefa eitthvað sem þú finnur fyrir og veist að er það besta sem þú getur gefið viðkomandi. Og sannarlega vildi ég bróður mínum það besta. Biblíuna fór hann með og sem meira var, hann tók upp á því að lesa hana með sama hætti og stóri bróðir. Hann hefur oft sagt mér hversu mikils virði Biblían var honum á þessum tíma. Ég keypti aðra en því miður er hún ekki jafnslitin og sú fyrri, en samt sem áður á ég það til að opna hana og lesa þær blaðsíður sem ég opna á – og stundum meira.

Ég hvet alla að eiga Biblíuna og nota hana. Tala þar af reynslu sem hver annar venjulegur maður sem þarf í daglegu lífi að leita stuðnings í orði Guðs.

nál.