Næstkomandi sunnudag, 23. september, verður messa í Þórðarsveigi 3 kl. 11 og sunnudagaskóli í Ingunnarskóla á sama tíma.

Næstkomandi sunnudagur, 23. september, er 16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Þann dag verður helgihaldið í Grafarholtssókn sem hér segir:

Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Söngur, sögur og brúður. Nýr límmiði í kirkjubókina og ný mynd að lita. Umsjón hafa Þorgeir, María og Anna Elísa við píanóið. Allir velkomnir.

Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar, tónlistina leiða Hrönn Helgadóttir og Kirkjukór Grafarholtssóknar. Kirkjukaffi eftir messu. Allir velkomnir.