Sunnudaginn 16. september verður sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11 og messa í Þórðarsveigi 3 kl. 14. Fermingarbörn næsta vors eru boðuð ásamt forráðamönnum til messu og kynningarfundar að henni lokinni.

Næstkomandi sunnudagur, 16. september, er 15. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Þá verður helgihald í Grafarholtssókn sem hér segir:

Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Söngur, sögur og brúður. Stundina leiða séra Sigríður, María og Anna Elísa við píanóið. Allir velkomnir.

Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 14. Þorvaldur Halldórsson leiðir létta tónlist, prestur er séra Sigríður Guðmarsdóttir. Fermingarbörn næsta vors eru boðuð sérstaklega til messu og kynningarfundar að henni lokinni ásamt foreldrum/forráðamönnum sínum. Allir eru þó sem fyrr hjartanlega velkomnir.

Fyrir þá sem eru að koma til messu í fyrsta sinn: Þórðarsveigur 3 er hvít blokk með gráum og rauðum svölum á horni Jónsgeisla, Gvendargeisla og Þórðarsveigs. Þrír inngangar eru á blokkinni og gengið er inn um miðjuinnganginn. Gegnt innganginum er salurinn þar sem messað er.

Hér má lesa nánar um fermingarstörfin í vetur.