Nú er æskulýðsstarf KFUM/KFUK og Grafarholtssóknar fyrir 9-12 ára krakka að hefjast aftur í Ingunnarskóla. Fundir hjá bæði KFUM og KFUK verða á fimmtudögum kl. 17:15-18:30.

KFUM býður í vetur upp á starf fyrir 9-12 ára stráka í samstarfi við Grafarholtssókn. Blanda af alls konar leikjum, skemmtun og helgistundum. Allir strákar í 4.-7. bekk eru velkomnir. Strákarnir hittast á svæði 4.-5. bekkjar í Ingunnarskóla á fimmtudögum kl. 17:15-18:30 og fyrsti fundur vetrarins verður 13. september. Í vor fara strákarnir svo í vorferðalag í Vatnaskóg. Leiðtogar Aron Björn Kristinsson, Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson og Þorgeir Arason.

< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

KFUK býður einnig í vetur upp á starf fyrir 9-12 ára stelpur í samstarfi við Grafarholtssókn. Blanda af alls konar leikjum, skemmtun og helgistundum. Allar stelpur í 4.-7. bekk eru velkomnar. Stelpurnar hittast einnig í Ingunnarskóla en á svæði 6. og 7. bekkjar, á fimmtudögum kl. 17:15-18:30 og fyrsti fundur vetrarins verður líka hjá þeim 13. september. Í vor fara stelpurnar í vorferðalag í Vindáshlíð. Leiðtogar Dagný Guðmundsdóttir og Hlín Stefánsdóttir.

Krakkar: Það borgar sig að mæta vel í KFUM eða KFUK í vetur, því vegleg mætingaverðlaun verða veitt fyrir jól og í vor! Það kostar ekkert að mæta á fundi.