Æfingar Barnakórs Grafarholtssóknar í vetur verða á miðvikudögum, í Sæmundarskóla kl. 14:30 og í Ingunnarskóla kl. 16:00. Nýr kórstjóri barnakórsins er Gróa Hreinsdóttir.

Gróa Hreinsdóttir hefur verið ráðin nýr barnakórstjóri fyrir barnakór Grafarholtssóknar. Hrönn Helgadóttir organisti sem hefur stjórnað kórnum frá stofnun 2005 er í myndlistarnámi í vetur og vildi því minnka við sig vinnu. Gróa hefur margvíslega menntun á sviði kirkjutónlistar, píanókennslu, einsöngs og kórstjórnar og hefur stjórnað ótal kórum. Þess má geta að Gróa stjórnar og leikur undir hjá Krakkakórnum í Grafarvogskirkju. Gróa er boðin velkomin til starfa fyrir söfnuðinn.

Barnakór Grafarholtssóknar er opinn öllum börnum í 2.-5. bekk og nýir félagar eru velkomnir. Kórinn æfir af krafti, syngur í fjölskyldumessum og við önnur tækifæri. Æfingarnar í vetur verða í Sæmundarskóla á miðvikudögum kl. 14:30 og í Ingunnarskóla, einnig á miðvikudögum en kl. 16:00. Gróa mun kynna starfið nánar í skólunum á næstunni.