Safnaðarsalur Guðríðarkirkju er mjög glæsilegur. Hann hentar vel til funda og veisluhalda. Úr salnum er hægt að ganga út í ljósgarðinn Lilju, þar sem er gott skjól, tjörn, gosbrunnur og fallegur gróður. Salurinn er rúmir 100m2 að stærð en mögulegt er að stækka hann um 53m2 með því að opna inn í skála kirkjunnar. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í húsinu og skiptiborð fyrir ungbörn á salerni.

Eldhúsið er móttökueldhús með stórum og öflugum kælum og frystiskáp. Dyr liggja frá eldhúsinu beint út á bílaplanið og öll aðföng því auðveld. Kirkjan leigir hnífapör, matar- og kaffistell með salnum. Salurinn er því kjörinn fyrir aðkeypta veisluþjónustu eða heimagerðar veitingar. Upplýsingar um salinn í síma 577 7770 þriðjudag til föstudags  á opnunartíma kirkjunnar og hjá kirkjuvordur@grafarholt.is

Umsjónarkona kirkjunnar í veislum er Lovísa Guðmundsdóttir. Hún er með dúkaleigu og almenna veisluþjónustu sé þess óskað. Hún aðstoðar í eldhúsi, sal og dekkar borð. Lovísa er í síma 663 7143 eða veisluthjonusta_lovisu@hotmail.com

Athugið að meðan fermingar standa yfir er salurinn leigður til veislu fyrri partinn frá hádegi og síðan til síðdegisveislu eftir fimm. Vinsamlegast takið fram við bókun hvort plássið er bókað.