Kirkjan

/Kirkjan
Kirkjan 2017-03-17T20:47:20+00:00

Grafarholtssókn

Mörk sóknarinnar eru bæjarmörk Mosfellsbæjar og Reykjavíkur að norðan, Reynisvatn/Nónás og Reynisvatnsheiði að austan og suðaustan, mörk golfvallar Reykjavíkur að sunnan og suðvestan og Vesturlandsvegur að vestan. Grafarholtssókn er í Reykjavíkurprófastdæmi eystra.

Upphaf kirkjustarfs í Grafarholti

Sóknin var stofnuð 22. október 2003 og tilheyrði fyrst í stað Árbæjarprestakalli. Grafarholtsprestakall var stofnað 1. júlí 2004 og hefur séra Sigríður Guðmarsdóttir gegnt sóknarprestsstarfinu frá upphafi. Guðsþjónustur voru haldnar reglulega í þjónustusalnum í Þórðarsveig 3 fram í desembermánuð 2008, þegar Guðríðarkirkja var vígð.

Barna- og unglingastarf

Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á barnastarf safnaðarins enda mikið um barnafólk í hverfinu. Kirkjuskólinn var fyrst til húsa í bráðabirgðahúsnæði Ingunnarskóla frá haustinu 2004 og Ingunnarskóla frá 2005, þar til kirkjan var vígð. Sunnudagaskólinn er á hverjum sunnudegi yfir vetrarmánuðina í Guðríðarkirkju. Litlir lærisveinar er starf meðal 6 ára barna í frístundaheimilinu Fjósinu í Sæmundarskóla og í Stjörnulandi. Hlín Stefánsdóttir og Gunnar Einar steingrímsson sáu um sunnudagaskólann fyrsta árið ásamt sóknarprestinum. Hlín tók síðan að sér að sina barnastarfi sóknarinnar, en 2006 var fyrsti æskulýðsfulltrúi sóknarinnar, Þorgeir Arason ráðinn í hlutastarf. Laufey Brá Jónsdóttir tók við æskulýðsfulltrúaastarfinu 2008 þegar Þorgeir hætti, og Árni Þorlákur Guðnason tók við kyndlinum 2009-2012.

Árið 2005 var Hrönn Helgadóttir ráðin fyrsti organisti Grafarholtssóknar og tók að sér að stofna bæði kór og barnakór.  Haustið 2007 tók Gróa Hreinsdóttir við stjórn barnakórsins en barnakórstjóri frá ársbyrjun 2008 er Berglind Björgúlfsdóttir. Auk þess hefur tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson, frá upphafi annast undirleik og forsöng við guðsþjónustur öðru hvoru.

Margvísleg önnur starfsemi safnaðarins er enn ótalin. Má þar nefna bænastundir, sem haldnar eru einu sinni í viku í Þórðarsveignum og fjölsótta, árlega viðburði, svo sem aðventustund í desember og vorhátíð með skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta.