Hjálp í andlegum erfiðleikum

Home/Hjálpin/Hjálp í andlegum erfiðleikum
Hjálp í andlegum erfiðleikum 2017-03-17T20:46:19+00:00

Hægt er að panta viðtal hjá presti kirkjunnar, séra Sigríði Guðmarsdóttur í síma 577 7770 og ræða um sérhvað hvaðeina sem þér liggur á hjarta. Á prestum er trúnaðarskylda. Presturinn er yfirleitt við þriðjudaga til föstudaga milli 10 og 16 og ef hún er upptekin tekur kirkjuvörðurinn skilaboð. Það er líka hægt að senda henni tölvupóst eða spjalla við hana á Facebook. Smelltu á „Fólkið“ flipann á forsíðunni til að fá frekari upplýsingar um Sigríði.

Kirkjan er opin þri-fö frá 10-16 og þá er yfirleitt hægt að setjast inn í helgidóminn í ró og næði, kveikja á kerti fyrir framan Kristmyndina, opna bænabók og horfa út í altarisgarðinn.

Viltu kannski frekar fá fyrirbæn? Hér fyrir neðan er hægt að slá inn bænarefni sem sent er sóknarpresti í Guðríðarkirkju. Ekki er nauðsynlegt að slá inn nafn sendanda, en ef þú sendir okkur netfang og nafn, færðu svar.

Nafn (má sleppa)

Netfang (má sleppa)

Fyrirbænarefni

captcha
Sláðu inn textann sem birtist hér fyrir ofan: