Ég hef augu mín til fjallanna: „Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.“ (Sálm.121:1-2)
 Mörg þau sem koma til kirkjunnar þarfnast einhverrar hjálpar, en hjálpin sem við leitum er ekki alls staðar sú sama.
Mörg þau sem koma til kirkjunnar þarfnast einhverrar hjálpar, en hjálpin sem við leitum er ekki alls staðar sú sama.
- Þarfnast þú viðtals og uppörvunar vegna ástvinamissis, erfiðleika, hinna stóru spurninga lífsins, áfalla eða veikinda?
- Langar þig til að bænahópar kirkjunnar og starfsfólk hennar biðji fyrir þér og/eða ástvinum þinum?
- Þarft þú á fjárhagsaðstoð að halda? Guðríðarkirkja heldur úti líknarsjóði fyrir fólkið í sókninni.
- Ertu einmana og ert að leita að starfi þar sem þú getur kynnst fólki og dreift huganum?
