Vertu trú(r) allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins. Opb.2.10c.

Fermingar í Guðríðarkirkju

OLYMPUS DIGITAL CAMERAFerming þýðir staðfesting. Í fermingunni staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni. Það fer með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. Fermt er við messu. Til þess að öðlast rétt til að mega fermast stundar fermingarbarnið sérstakt nám í kristnum fræðum hjá presti sínum eða fermingarfræðara, sem kallast fermingarfræðsla. Heimild er fyrir því að barn megi vera til altaris með foreldrum sínum frá unga aldri, en meginreglan er þó sú að við ferminguna eða á meðan fermingarfræðslan stendur yfir, neyti barn í fyrsta sinn kvöldmáltíðarsakramentisins. (Sjá nánar kaflann um messuna.)

,,Berstu trúarinnar góðu baráttu, höndla þú eilífa lífið, sem þú varst kallaður til og þú játaðist með góðu játningunni í viðurvist margra votta I.Tm 6.12

Texti frá kirkjan.is

Fermingar í Guðríðarkirkju 2025

  • 6.apríl- Allir skólar
  • 13.apríl- Pálmasunnudagur, Dalskóli
  • 17.apríl- Skírdagur, Sæmundarskóli
  • 24.apríl- Sumardagurinn fyrsti, allir skólar
  • 27.apríl- Ingunnarskóli
  • 8.júní- Hvítasunnudagur, allir skólar

Allar athafnir byrja kl 10:30