Kæru vinir og velunnarar Guðríðarkirkju.

Eins og ykkur er eflaust mörgum kunnugt eru því miður mörg í okkar samfélagi sem búa við bág kjör. Kirkjan heldur uppi öflugu líknarstarfi og í hverjum mánuði hlaupum við undir bagga með þeim sem þess þurfa með því að úthluta úttektarkortum í matvöruverslanir og eins höfum við jafnvel aðstoðað með lyfjakaup og þess háttar. Ef einhver væri aflögufær með gjafakort í matvöruverslanir eða innlegg væri það sannarlega góð viðbót því aldrei er þörfin meiri en í aðdraganda jóla. Koma mætti gjafakortum til okkar í kirkjuna alla daga eða skv. samkomulagi. Við leyfum okkur einnig að benda á reikningsnr. Líknarsjóðs Guðríðarkirkju. Kt. 660104 – 3050, 114 – 26 – 3060.
Guð gefi ykkur öllum gleðilega aðventu og jól.
Guðríðarkirkja