Sunnudagaskólinn í Guðríðarkirkju hefst næstkomandi sunnudag, þann 8. september klukkan 11:00.

Í sunnudagaskólanum er alltaf gaman, mikill söngur, líf og fjör. Í vetur verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Meðal annars ætlum við að búa til litabók, sjá töfrabrögð, fá leynigest og margt fleira. Auk þess verður brúðan Viktoría aldrei langt undan en hún slær í gegn hvert sem hún fer enda er hún mjög fyndin.
Umsjón með sunnudagaskólanum í vetur hefur guðfræðingurinn Pétur Ragnhildarson. Hann hefur áralanga reynslu úr barnastarfi og hefur m.a. starfað sem æskulýðsfulltrúi í Fella- og Hólakirkju og Grafarvogskirkju og verið forstöðumaður í sumarbúðum. Hann mun jafnframt sjá um fermingarfræðsluna í vetur ásamt prestum kirkjunnar. Við erum þakklát fyrir að fá Pétur til liðs við okkur í Guðríðarkirkju og er hann spenntur fyrir komandi vetri.
Hlökkum til að sjá ykkur í sunnudagaskólanum!