Kæru vinir, félagsstarfið hefst að venju á helgistund kl. 13:10. Framhaldssagan „Dalalíf“ lesin og gesturinn að þessu sinni er félagsráðgjafinn og sjúkraliðinn Dagný María Sigurðardóttir. Erindið sem hún flytur er úr mastersverkefni hennar en það fjallar um tengsl dýra og fólks og það hvernig dýr geta bætt lífsgæði fólks. Kaffi og meðlæti undir lok samverunnar að hætti Lovísu kirkjuvarðar á kr. 500,-. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Nánari upplýsingar á netfanginu felagsstarf@grafarholt.is. Hlökkum til að sjá ykkur.
images