Hjálparstarf í Sæmundarskóla

//Hjálparstarf í Sæmundarskóla

Krakkarnir í unglingadeildinni í Sæmundarskóla gátu valið úr ýmsu í skólanum á þessari aðventu. Þeim var m.a. boðið upp á að að sinna hjálparstarfi og eitt af því góða sem þau ákváðu að láta af sér leiða var að safna bókum fyrir bókamarkað Guðríðarkirkju. Allur ágóði af markaðinum rennur í líknarsjóð kirkjunnar sem aðstoðar efnalitlar fjölskyldur í Grafarholti fyrir jólin og aðra daga. Krakkanir ákváðu líka að safna garni og prjónabandi og láta renna til kirkjunnar. Í dag birtist sendiferðabíll við kirkjuna með fleytifulla kassa af lopa, garni og vönduðum bókum sem allt kemur að góðum notum. Búið er að grisja vel bókahillurnar og því skemmtilegt fyrir bókaaðdáendur að róta í nýjum og spennandi bókum. (Séra Sigríður keypti uppáhaldsbókina sína frá bernskuárunum og er í sjöunda himni.)

Takk duglegu krakkar í Sæmundarskóla fyrir frábært starf!  Takk foreldrar þeirra og vinir sem gáfu gjafnir í hjálparstarf!  Og takk kennarar í Sæmundarskóla fyrir að að bjóða upp á góðan og hagnýtan undirbúning í skólanum, því hjálparstarf er mikilvæg lífsleikni í flóknum heimi.

By |2017-03-17T21:06:48+00:0019. desember 2012 | 19:52|