Veldu Fair Trade!

//Veldu Fair Trade!

Krakkarnir í ungliðahreyfingu Breytenda í Grafarholti undir stjórn Árna Þorláks Guðnasonar gerðu þessa skemmtilegu auglýsingu síðasta haust til að minna okkur í mikilvægi þess að kaupa Fair Trade vörur. Þegar keyptar eru inn vörur frá fátækum löndum eins og kakó, te og kaffi er oft svo lítill hluti söluandvirðis vörunnar sem verður eftir hjá ræktandanum. Fair Trade hreyfingin tryggir að ræktandinn fáisæmilega réttlátt verð fyrir sinn snúð.  Við þurfum að borga aðeins meira fyrir Fair Trade vörurnar en það er sannarlega þess virði. Hvernig væri að drekka aðeins minna af kaffi, kaupa Fair Trade og vita að kaffið sem við drekkum er vel fengið?

Hér kemur myndbandið, smelltu á hlekkinn: Veldu Fair Trade!

By |2017-03-17T21:08:35+00:006. september 2012 | 00:36|