Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestar séra Karl Valgarður Matthíasson og séra Sigríður Guðmarsdóttir. Séra Karl prédikar og séra Sigríður sér um barnastarfið. Organisti Hrönn Helgadóttir, kór Guðríðarkirkju syngur, meðhjálpari Aðalsteinn Dalmann Októsson. Messan er kveð…jumessa séra Karls sem hefur þjónað sem vímuvarnarprestur Þjóðkirkjunnar en er nú horfinn til nýrra starfa. Verið velkomin öll og sérstaklega þau sem vilja kveðja Kalla og þakka honum fyrir allt hans góða starf í þágu kirkjunnar. Lovísa kirkjuvörður bakar vöfflur og rjóminn mun flæða.