Bergþór Pálsson, Bjarni Atlason, Guðlaugur Atlason og Grundartangakórinn í Guðríðarkirkju.

 

Vorið er komið, söngfuglarnir flykkjast til landsins og kórarnir hefja upp raust sína eftir vetrarlangt æfingatímabil. 

 

Grundartangakórinn hefur að þessu sinni fengið til liðs við sig barítónsöngvarann Bergþór Pálsson, sem ásamt kórnum og  einsöngvurum hans, þeim Bjarna Atlasyni og Guðlaugi Atlasyni flytja fjölbreytta efnisskrá í Guðríðarkirkju föstudaginn 8. apríl kl. 20.00 og í Tónbergi á Akranesi laugardaginn 9. apríl kl. 16.00. Þess má geta, að Bjarni og Guðlaugur eru fyrrverandi nemendur Bergþórs.

 

Stjórnandi er Atli Guðlaugsson og meðleikari er Flosi Einarsson á píanó.

 

Á efnisskránni eru lög úr söngleikjum, kvikmyndum, Teddalög, dægurlög o.fl.