Davíð & Stefán með tónleika í Hamingju-hádegi

//Davíð & Stefán með tónleika í Hamingju-hádegi

Miðvikudaginn 18. nóvember verða stórtónleikar í Hamingju-hádegi og hefjast þeir kl. 12:10.

Óperu-ídívurnar Davíð & Stefán munu syngja og dansa í Hamingju-hádegi. Heyrst hefur að þeir muni jafnvel taka nokkur jólalög. Helgi Már Hannesson verður við flygilinn. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Eftir tónleikana verða kaffiveitingar í safnaðarsal.

Á myndinni sjást þeir Davíð & Stefán við æfingar á síðari hluta 20. aldar.

By |2017-03-17T21:10:42+00:0017. nóvember 2009 | 10:24|