Frábært Hamingju-hádegi með Ragga Bjarna

//Frábært Hamingju-hádegi með Ragga Bjarna

Frábær stemning var á tónleikum Ragga Bjarna í Guðríðarkirkju. Fjöldasöngur, sögur og söngur kættu alla viðstadda og ekki skemmdi þegar söngvarinn fór að skálda texta á staðnum. Helgi Már Hannesson lék undir á píanó.

Hamingju-hádegin eru að festa sig í sessi og við erum að fá ótrúlega sterk viðbrögð við þessum uppákomum. Allir sem mæta verða áberandi hamingjusamari.

Fullt var út úr dyrum á tónleikunum.

Auðvitað fékk höndin hangandi að fylgja með.

By |2017-03-17T21:10:54+00:0029. október 2009 | 13:07|