Mömmumorgnar – líka fyrir pabba!

//Mömmumorgnar – líka fyrir pabba!

Góð mæting hefur verið á mömmumorgnana hér í Guðríðarkrkju. Fullt hús af fjörugu fólki og litlum krílum sem kunna sko að meta félagsskapinn. Allir velkomnir á miðvikudagsmorgnum kl. 10:30. Kaffi og kleinur í boði.

Miðvikudaginn 13. maí fáum við Guðnýju Einarsdóttur í heimsókn. Hún ætlar að kynna tónlitarnámskeið fyrir ungbörn. Í næstu viku verður svo skiptimarkaður á barnafötum.

By |2009-05-12T11:53:01+00:0012. maí 2009 | 11:53|