Árið 2006 var söfnuður lagður niður í Bandaríkjunum sem séra Sigríður hafði áður þjónað í Holy Trinity í North Caldwell NJ í Bandaríkjunum. Sóknarnefnd þar ytra ákvað að gefa hinum unga söfnuði á Íslandi kirkjugripi sína. Eignaðist söfnuðurinn okkar þar með altariskross, kalek, kertastjaka og margt fleira. Holy Trinity átti útsaumuð knéföll með tákmyndum postulanna og var ákveðið að ramma myndirnar inn og skreyta skála kirkjunnar. Hér á eftir fer skjásýning sem segir sögu hvers postula fyrir sig svo að fólk geti áttað sig á táknmyndunum. Smellið hér til að skoða sögu postulanna.