Guðríðarkirkja í Grafarholti óskar eftir að ráða félagslyndan, duglegan og glaðlyndan starfsmann til að annast kirkjuvörslu í nývígðu guðshúsi frá 1. mars nk. Nánari upplýsingar og starfslýsingu má finna að baki „Áfram“-smellunni.

Guðríðarkirkja í Grafarholti óskar eftir að ráða félagslyndan, duglegan og glaðlyndan starfsmann til að annast kirkjuvörslu í nývígðu guðshúsi frá 1. mars nk.

Kirkjuvörðurinn þarf að hafa áhuga á kirkju og kristnu trúarlífi, vera tölvufær og geta annast stólaburð og þrif. Starfslýsinguna má finna með því að smella hér (Word-skjal opnast). Sr. Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur veitir nánari upplýsingar í síma 577 7770 á opnunartíma kirkjunnar, þri-fö frá 11-19. Skila skal umsóknum og upplýsingum um tvo meðmælendur til Guðríðarkirkju, v/ kirkjuvarðar, Kirkjustétt 8, 113 Reykjavík eða á netfangið kirkjuvordur@grafarholt.is fyrir miðnætti 24. febrúar n.k.