Rögnvaldur Guðmundsson tók fjölda mynda af gangi kirkjubyggingar á Grafarholti í desember og að nýju í mars. Myndirnar má nú skoða á myndavef kirkjunnar.

Rögnvaldur Guðmundsson, eiginmaður sóknarprestsins og nágranni hinnar rísandi kirkju Grafarholtssóknar, hefur tekið fjölda mynda af gangi kirkjubyggingarinnar, sem nú má skoða á Flickr-myndavef kirkjunnar.

Hér má skoða myndir af byggingunni frá í desember 2007

og hér má skoða myndir af gangi mála í mars 2008.

Ef fleiri góðir ljósmyndarar leynast í hópi lesenda síðunnar, sem kunna að luma á myndum af gangi kirkjubyggingarinnar, þá væru þær vel þegnar á netfang vefstjóra: thorgeir@grafarholt.is. Slíkar myndir eru ekki aðeins forvitnilegar nú, heldur munu reynast mikilvæg sagnfræðileg heimild síðar meir.