Um næstu helgi, 28.-29. mars, fara krakkarnir í starfi KFUM og KFUK í vorferðalög, drengirnir í Vatnaskóg en stúlkurnar í Vindáshlíð. Nánari upplýsingar að baki „Áfram“-tenglinum hér að neðan.

Vormót KFUM-drengja í Vatnaskóg

Allir drengir sem hafa tekið þátt í starfi KFUM í vetur eru velkomnir á mótið. Brottför er frá aðalstöðvum KFUM & KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík föstudaginn 28. mars kl. 16:30 og heimkoma á sama stað um sólarhring síðar.

Dagskráin verður fjölbreytt, m.a. kvöldvaka, þythokkímót, borðtennis, fótboltaspil, næturratleikur, íþróttir, körfubolti, heitir pottar, spjallstundir, og margt fleira. Verð á mótið er 4.500 krónur og er innifalið í því allur kostnaður við ferðir, matur og gisting í Vatnaskógi. Greiða má við brottför.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér svefnpoka eða sæng, hlý föt, og hlífðarföt (t.d. kuldagalla), góða skó, Nýja testamentið, sundföt, skriffæri, inniskó, gott skap og ekki gleyma tannbursta og vasaljósi.

Nánari upplýsingar hjá Þorgeiri Arasyni í síma 847-9289 eða í tölvupósti: thorgeir@grafarholt.is. Skráning hjá honum eða á næsta KFUM-fundi.

Vormót KFUK-stúlkna í Vindáshlíð

Allar stúlkur sem hafa tekið þátt í starfi KFUK í vetur eru velkomnar á mótið. Brottför er frá aðalstöðvum KFUM & KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík föstudaginn 28. mars kl. 17:00 og heimkoma á sama stað laugardaginn 29. mars kl. 16:00.

Dagskráin verður fjölbreytt, m.a. kvöldvaka, hárgreiðslukeppni, næturratleikur, íþróttir, listasmiðja, spjallstundir og margt fleira. Verð á mótið er 4.500 krónur og innifalið í því er allur kostnaður við ferðir, matur og gisting í Vindáshlíð. Greiða má við brottför.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér svefnpoka eða sæng, hlý föt, hlífðarföt (t.d. kuldagalla), góða skó, Nýja testamentið, skriffæri, inniskó, gott skap og ekki gleyma tannbursta og vasaljósi.

Nánari upplýsingar hjá Hlín Stefánsdóttur í síma 849-9537 eða í tölvupósti: hlinst@hi.is. Skráning hjá henni eða á næsta KFUK-fundi.

Upplýsingar um vormótin má einnig finna á heimasíðu KFUM & KFUK með því að smella hér.