Hjúkrunarfræðingar hjá Heilsugæslunni Árbæ vilja vara börn og unglinga við notkun ljósabekkja. Margir nýta sér slíka bekki til að líta vel út á fermingardaginn, og getur það verið skaðlegt.

Hjúkrunarfræðingar hjá Heilsugæslunni Árbæ vilja vara börn og unglinga við notkun ljósabekkja. Margir nýta sér slíka bekki til að líta vel út á fermingardaginn, og getur það verið skaðlegt. Hér fer á eftir grein hjúkrunarfræðinganna um málið, sem birtist í Árbæjarblaðinu á dögunum.

Hérlendis er sérstakt áhyggjuefni hve ljósbekkja­notkun virðist algeng hjá börnum og unglingum. Sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti að sólargeislar og sérstaklega geislar ljósbekkja valda ótímabærri öldrun húðarinnar með hrukkumyndun, æðaslitum og litabreytingum. Aðaláhyggjuefnið er hins vegar að algengi sortuæxla (melanoma) hérlendis hefur aukist verulega á undanförnum áratugum.

< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Það er ekki síður þarft að höfða til forráðamanna ungmennanna. Foreldrar geta nefnilega haft mikil áhrif á börnin, bæði sem fyrirmyndir og í að fræða þau um hættuna sem fylgir útfjólubláum geislum sólarinnar og ljósabekkja.

Tíðni sortuæxla eykst hraðar en nokkurs annars krabbameins. Tíðni sortuæxla er ótrúlega há á Íslandi miðað við legu landsins. Það skýrist án efa af óhóflegri brúnkudýrkun okkar á undanförnum árum, tíðum sólarlandaferðum og heimsmeti í ljósabekkjanotkun. Börn og unglingar ferðast mun meira með foreldrum sínum en áður tíðkaðist og þess er ekki nægjanlega gætt að verja viðkvæma og ljósa húð þeirra fyrir geislum sólarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að geislun fyrir tvítugt er megináhættuþáttur húðkrabbameina síðar á ævinni.

Foreldrar og forráðamenn fermingarbarna eru hvattir til að hafa í huga tilmæli alþjóðastofnana um að börn og unglingar fari ekki í ljósabekki.

Kveðja

Hjúkrunarfræðingar Heilsugæslunni Árbæ