Börn og foreldrar úr sunnudagaskóla Grafarholtssóknar tóku þátt í barnastarfshátíð Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í Grafarvogskirkju á sunnudaginn. Myndir af hátíðinni eru nú komnar á vefinn.

Börn og foreldrar úr sunnudagaskóla Grafarholtssóknar tóku þátt í barnastarfshátíð Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í Grafarvogskirkju á sunnudaginn. Myndir af hátíðinni eru nú komnar á vefinn.

Hátíð af þessu tagi er árlegur viðburður þar sem sunnudagaskólar prófastsdæmisins, þ.e. söfnuðirnir í Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti, Breiðholti og Kópavogi, sameinast í eina risa-barnamessu með miklu fjöri og góðum gestum. Að þessu sinni voru það Stígur og Snæfríður, hetjurnar úr Stundinni okkar, sem heilsuðu upp á börnin, auk þess sem Skessa, vinkona Siggu litlu, spjallaði við þau. Talið er að um 900 manns hafi sótt hátíðina í Grafarvogskirkju.

Frétt um hátíðina má nú lesa hér á vef Þjóðkirkjunnar, og myndir frá henni má skoða hér á myndasvæði Grafarvogskirkju.