Smellið hér fyrir neðan til að sjá yfirlit yfir messur og barnaguðsþjónustur í Grafarholtssókn á Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag 2007.

Helgihald í Grafarholtssókn á Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag 2007 verður sem hér segir:

Þorláksmessa, 4. sunnudagur í aðventu, 23. desember:

Fjölskyldumessa í Ingunnarskóla kl. 11 – Jólamessa barnanna. Barnakór Grafarholtssóknar syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, sem einnig leikur á flygilinn. Séra Sigríður Guðmarsdóttir og Þorgeir Arason leiða stundina. Við kveikjum á fjórða kertinu á aðventukransinum, englakertinu, syngjum saman jólasálmana og íhugum boðskap jólanna. Upplagt er fyrir fjölskylduna að fara saman til kirkju við lok aðventunnar. Nasl eftir stundina.

Aðfangadagur, 24. desember:

Barnastund í Ingunnarskóla kl. 11. Seinni jólastund barnanna, einföld samverustund til að létta yngstu kynslóðinni biðina eftir jólunum. Rebbi og Engilráð læra um jólin og við syngjum létta hreyfisöngva í bland við jólasálmana. Umsjón stundar: Þorgeir Arason og Hlín Stefánsdóttir, sem leikur á gítar.

Aftansöngur jóla í Þórðarsveigi 3 kl. 18. Séra Sigríður Guðmarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Hrönn Helgadóttir, Kirkjukór Grafarholtssóknar syngur, einleikur á flautu: Kristjana Helgadóttir. Meðhjálpari: Aðalsteinn D. Októsson, kirkjuvörður: Sigurður Óskarsson.

Jóladagur, 25. desember:

Hátíðarmessa í Þórðarsveigi 3 kl. 14. Séra Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Hrönn Helgadóttir, Kirkjukór Grafarholtssóknar syngur, einsöngur: Davíð Ólafsson bassasöngvari. Meðhjálpari: Aðalsteinn D. Októsson, kirkjuvörður: Sigurður Óskarsson.

Einnig verður messað í Þórðarsveigi 3 þann 30. desember kl. 11 og á gamlárskvöld kl. 18.

Verið öll hjartanlega velkomin til kirkju á helgri jólahátíð!