Það var stór dagur í Sæmundarskóla 13. desember, en þann dag tók borgarstjóri fyrstu skóflustunguna að nýrri skólabyggingu og fyrr um daginn frumsýndi 1. bekkur glæsilegan helgileik sinn um fæðingu frelsarans.

Það var stór dagur í Sæmundarskóla 13. desember, en þann dag tók borgarstjóri fyrstu skóflustunguna að nýrri skólabyggingu og fyrr um daginn frumsýndi 1. bekkur glæsilegan helgileik sinn um fæðingu frelsarans.

Foreldrum og öðrum aðstandendum nemenda í 1. bekk auk m.a. nokkurra starfsmanna kirkjunnar var boðið að vera viðstaddir helgileikinn, sem var í alla staði afar vel heppnaður. Gríðarleg vinna nemenda, kennara og foreldra liggur að baki helgileik af þessu tagi – við æfingar á leik og söng, búninga, sviðsmynd og annað. Óhætt er að segja að hér hafi verið vandað til verks og allir stóðu sig vel: María, Jósef, englakórinn, hirðar, vitringar og sögumenn.

Það var svo Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykvíkinga, sem tók ásamt nokkrum nemendum úr Sæmundarskóla fyrstu skóflustungurnar að nýrri byggingu skólans, en Eygló Friðriksdóttir skólastjóri stjórnaði athöfninni, og var það að viðstöddu fjölmenni. Við athöfnina var frumfluttur nýr skólasöngur Sæmundarskóla, og mótast hann af einkunnarorðum skólans: Gleði-virðing-samvinna. Allir fengu heitt kakó og piparkökur í boði borgarstjóra og var þetta hinn hátíðlegasti dagur í Sæmundarskóla.

Á myndasíðu kirkjunnar eru örfáar myndir frá þessum viðburðum í Sæmundarskóla.