Upphaf aðventu er nú fram undan og mikið verður um að vera í kirkjustarfinu í Grafarholti helgina 1.-2. desember: Kveikt á jólatrénu 1. des. kl. 18, sunnudagaskóli 2. des. kl. 11 og aðventukvöld sama dag kl. 18.

Upphaf aðventu er nú fram undan og mikið verður um að vera í kirkjustarfinu í Grafarholti helgina 1.-2. desember: Kveikt á jólatrénu 1. des. kl. 18, sunnudagaskóli 2. des. kl. 11 og aðventukvöld sama dag kl. 18.

Á laugardaginn, 1. desember, verður safnast saman við jólatréð á kirkjulóðinni kl. 18. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kveikir á jólatrénu, sem Lionsklúbburinn Úlfar hefur sett upp í samstarfi við borgina. Foreldrafélag Ingunnarskóla býður upp á heitt kakó og tveir eldhressir jólasveinar hafa boðað komu sína.

Sunnudaginn 2. desember, fyrsta sunnudag í aðventu, er að vanda sunnudagaskóli í sal Ingunnarskóla kl. 11. Sigurbjörg og Þorgeir leiða stundina ásamt Önnu Elísu við flygilinn. Við kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukransinum, syngjum saman og byrjum að heyra frásögnina af fæðingu Jesú. Allir velkomnir, stórir sem smáir.

Sama dag, 2. desember, verður árlegt aðventukvöld Grafarholtssóknar í sal Ingunnarskóla kl. 18. Kirkjukór og Barnakór Grafarholtssóknar syngja undir stjórn Hrannar Helgadóttur og Gróu Hreinsdóttur. Ræðumaður kvöldsins er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Lesin verður jólasaga fyrir börnin. Allir hjartanlega velkomnir!