Næsta sunnudag, 25. nóvember, verður messa í Þórðarsveigi 3 kl. 11, Ingibjörg María Gísladóttir guðfræðinemi prédikar. Sunnudagaskólinn er á sínum stað í Ingunnarskóla á sama tíma.

Næsta sunnudag, 25. nóvember, er síðasti sunnudagur kirkjuársins. Þann dag verður:

Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 11. Ingibjörg María Gísladóttir guðfræðinemi prédikar, séra Sigríður Guðmarsdóttir þjónar fyrir altari. Organisti er Hrönn Helgadóttir, meðhjálpari Aðalsteinn Dalmann Októsson og kirkjuvörður Sigurður Óskarsson. Kirkjukór Grafarholtssóknar leiðir sönginn. Allir eru hjartanlega velkomnir og það er auðvitað kaffisopi eftir messu.

Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Við heyrum framhald Jósepssögunnar frá því síðasta sunnudag, fáum brúðurnar í heimsókn og syngjum mikið saman. Límmiði og litamynd fyrir alla eftir stundina. Umsjón með stundinni: Anna Elísa Gunnarsdóttir við flygilinn, María Gunnlaugsdóttir og Þorgeir Arason. Allir eru hjartanlega velkomnir.