Næsta sunnudag, 18. nóvember, verður sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11 og messa með léttri tónlist verður í Þórðarsveigi 3 kl. 14.

Næsti sunnudagur, 18. nóvember, er næstsíðasti sunnudagur kirkjuársins. Þann dag verður helgihaldið í Grafarholtssókn sem hér segir:

Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, María Gunnlaugsdóttir og Anna Elísa Gunnarsdóttir við flygilinn. Biblíusaga, brúður, söngur og gleði. Jón Jóhannsson, djákni á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, kemur í heimsókn í sjónvarpsþátt Engilráðar andarunga og segir frá djáknastarfinu. Allir fá litamynd og nýjan límmiða í Kirkjubókina.

Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 14. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður leiðir sönginn og leikur á undraskemmtarann sinn, sem er nokkurs konar „eins manns hljómsveit“! Meðhjálpari er Aðalsteinn Dalmann Októsson og kirkjuvörður Sigurður Óskarsson. Kirkjukaffi eftir messu í umsjón foreldra fermingarbarna.

Verið öll hjartanlega velkomin til kirkju!