Í messunni í Þórðarsveigi 3 kl. 14 á sunnudaginn ganga fermingarbörn í 8. AH í fyrsta skipti til altaris. Sunnudagaskólinn er kl. 11 í Ingunnarskóla.

Í messunni í Þórðarsveigi 3 kl. 14 á sunnudaginn ganga fermingarbörn í 8. AH í fyrsta skipti til altaris. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í Ingunnarskóla.

Næstkomandi sunnudagur, 21. október, er 20. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og jafnframt Kolnismeyjamessa. Þann dag verður helgihald í Grafarholtssókn sem hér segir:

Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Söngur, sögur og brúður og allir fá litamynd og nýjan límmiða í Kirkjubókina. Um stundina sjá Þorgeir Arason, María Gunnlaugsdóttir og Anna Elísa Gunnarsdóttir við flygilinn, auk dyggra aðstoðarmanna. Allir eru velkomnir, bæði stórir og smáir. Við minnum á heimasíðu barnastarfs Þjóðkirkjunnar með nánari upplýsingum.

Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 14. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina, meðhjálpari er Aðalsteinn Dalmann Októsson og kirkuvörður Sigurður Óskarsson. Fermingarbörn í 8. AH eru sérstaklega boðuð til kirkju ásamt foreldrum/forráðamönnum og ganga til altaris í fyrsta skipti í messunni. Allir eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir. Kirkjukaffi.