Alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00-10:30 eru bænastundir í salnum, Þórðarsveigi 3, og eru þær öllum opnar.

Bænastundir Grafarholtssóknar eru alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00-10:30 í þjónustusalnum, Þórðarsveigi 3. Þær eru ýmist undir stjórn sóknarprestsins, Sigríðar Guðmarsdóttur, eða meðhjálparans, Aðalsteins D. Októssonar.

Stundirnar fara þannig fram, að viðstaddir lesa saman kafla úr Biblíunni og syngja eða lesa sálm. Bænarefni eru lesin upp og beðið fyrir þeim, söfnuðinum öllum og öðrum góðum málum. Bænarefnunum má koma til sóknarprests í síma 895-2319 eða rafrænt á netfangið: sigridur (hjá) grafarholt.is.

Eftir bænastundirnar er drukkið kaffi og spjallað og á fimmtudögum er snæddur morgunverður sem þeir Aðalsteinn og kirkjuvörðurinn Sigurður Óskarsson sjá um. Um bænastundirnar hefur myndast gott og trúfast samfélag, en fleiri geta ávallt bæst í hópinn og allir eru hjartanlega velkomnir.