Sunnudaginn 7. október verður messa í Þórðarsveigi 3 kl. 11 og ganga fermingarbörn í 8. AG þá í fyrsta sinn til altaris. Sunnudagaskólinn er á sínum stað.

Næstkomandi sunnudag, 7. október, er 18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Þann dag verður helgihald í Grafarholtssöfnuði sem hér segir:

Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 11. Fermingarbörn í 8. AG ganga í fyrsta skipti til altaris og eiga að mæta til messunnar ásamt foreldrum/forráðamönnum. Þjónar við messuna verða: Sigríður Guðmarsdóttir prestur, Hrönn Helgadóttir organisti, Kirkjukór Grafarholtssóknar, Aðalsteinn Dalmann Októsson meðhjálpari og Sigurður Óskarsson kirkjuvörður. Allir velkomnir. Kirkjukaffi.

Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Mikill söngur og sprell, Rebbi og Engilráð líta við og biblíusagan er í fyrirrúmi að vanda. Allir fá heim með sér nýja biblíumynd til að lita og nýjan límmiða í Kirkjubókina. Þorgeir Arason leiðir stundina og Hanna Gísladóttir leikur á flygilinn. Allir velkomnir.