Fermingarstörf vetrarins hefjast nú í vikunni og eru ýmis gögn þeim tengd nú aðgengileg hér á vefnum.

Fermingarstörf vetrarins 2007-2008 hófust formlega með messu og kynningarfundi sunnudaginn 16. september en kennsla hefst í þremur hópum fimmtudaginn 20. og föstudaginn 21. september. Lesa má nánar um tilhögun fermingarstarfanna hér.

Enn hafa ekki allir, sem hafa hugsað sér að fermast í sókninni á vori komanda, skilað inn skráningareyðublöðum, og eru þeir hvattir til að gera það hið fyrsta. Eyðublaðið er aðgengilegt hér á vefnum. Hægt er að vista það á tölvunni (Word-skjal), fylla út og senda sóknarprestinum í rafpósti á sigridur (hjá) grafarholt.is. Einnig má prenta það út, fylla út og koma til skila í pósthólf merkt „Prestur“ í Þórðarsveigi 3.

Hér á vefnum má einnig finna viðburðadagatal fermingarstarfanna í vetur (Word-skjal), hópaskiptingu fermingarbarnanna sem þegar hafa verið skráð (Word-skjal) og kynningu á tilhögun fermingarstarfanna (Power-Point skjal).